5 June 2023 00:00
Sprettþraut Sundfélags Hafnarfjarðar fór fram um helgina við ágætar aðstæður.
Mótið var jafnframt 2. bikarmót sumarsins í þríþraut. Í þrautinni voru syntir 750m í Ásvallalaug, hjólaðir 20km upp og niður Krýsuvíkurveg og að lokum hlaupnir 5km í Ásvallahverfi. Þetta var jafnframt í 13. skiptið sem þessi þraut fer fram á sömu brautinni í Hafnarfirði. Í kvennaflokki sigraði Ewa Przybyla úr Breiðabliki á tímanum 75 mínútur og 7 sekúndur. Sara Árnadóttir úr Sundfélaginu Ægi, varð í 2. sæti á tímaum 76 mínútur og 40 sekúndur og Sonja Símonardóttir, einnig úr Ægi, varð 3. á tímanum 77 mínútur og 20 sekúndur.
Í karlaflokki sigraði Bjarni Jakob Gunnarsson á tímanum 62 mínútur og 16 sekúndur. Hákon Hrafn Sigurðsson var um mínútu á eftir honum í 2. sæti og Arkadiusz Przybyla varð í 3. sæti en þeir eru allir í Breiðablik.
Sundfélagið Ægir hafði nokkra yfirburði í stigakeppni félaga en næst á eftir þeim kom Breiðablik og Sundfélag Hafnarfjarðar. Bjarni Jakob og Sara leiða stigakeppni einstaklinga eftir tvær umferðir.
Hákon Hrafn Sigurðsson