Sprettþraut 3SH 2024

Sprettþraut 3SH 2024

27 May 2024 21:14

Sprettþraut 3SH fór fram um helgina í bullandi meðvindi en keppnin er önnur keppnin í bikarkeppni ÞRÍ.

Keppt var í hálf ólympískri þríþraut þar sem sundið er 750 metrar, hjólaðir 20 km og endað á 5 km hlaupi.


Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson örugglega en annar varð Stefán Karl Sævarsson eftir mikla baráttu við Hákon Hrafn Sigðursson en þeir koma allir úr Breiðabliki.


Mikil spenna var í kvennaflokki þar sem Kristín Laufey Steinadóttir,  Sædís Björk Jónsdóttir og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir komu allar á svipuðum tíma upp úr sundinu en þær eru allar úr Ægi. Á hjólinu tóku Sædís og Brynja forystu og kom Brynja fyrst inn á skiptisvæðið en þar var Sædís fljótust og byrjaði hlaupið fremst. Kristín Laufey var hins vegar sterktust í hlaupinu og sigraði að lokum með mínútu forskti á Sædísi sem varð önnur og Brynja endaði svo þriðja.

 

Í flokki 20-23 ára sigruðu þau Kristín Helga Hákonardóttir SH og Viktor Ingi Birgisson og í unglingaflokki 16-19 ára sigruðu Ylfa Ásgerður Eyjólfsdóttir Ægi og Jakob Ingi Reynisson UMFN.

 

Frábær keppni hjá 3SH og allt til fyrirmyndar við framkvæmd keppninnar.


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 27. May 2024 kl: 21:27 af Geir Ómarsson