Sumarnámskeið 2024

Sumarnámskeið 2024

19 June 2024 11:09

Vel heppnuðu þríþrautar sumarnámskeiði fyrir krakka og unglinga á vegum Þríþrautarsambands Íslands lauk í vikunni. Þar sem þátttakendur skemmtu sér konunglega og lærðu helling um sund-, hjóla- og hlaupaæfingar ásamt skemmtilegum leikjum tengdum íþróttinni. Farið var í hvernig á að æfa skiptingarnar en einnig var farið í helstu reglur í þríþrautinni. Námskeiðinu lauk svo með þríþrautaráskorun þar sem að syntir voru 200 metrar, 9 km hjól og svo endað á 2km hlaupi og stóðu krakkarnir sig frábærlega. 

Besta þríþrautarkona landsins Guðlaug Edda Hannesdóttir mætti á svæið og heilsaði upp á krakkana . Guðlaug hefur þríþraut að atvinnu og er á leiðinni á Ólympíuleikana í París fyrst Íslendinga. Krakkarnir spurðu Guðlaugu fjölmargra spurninga sem tengjast þríþrautinni. 

Námskeiðið var skiplagt og haldið af Ragnari Guðmundssyni sem er einn reyndasti þríþrautarþjálfari landsins auk þess að vera fyrrum Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í 1500 metra skriðsundi. 

Þríþrautarsambandið vill óska þátttekandum til hamingju með að klára námskeiðið og þakka Þríþrautardeild Breiðabliks fyrir samstarfið. Vonumst til að sjá fleiri að ári. 


Geir Ómarsson