Þórunn og Sigurður sigruðu 2. bikarmót sumarsins í þríþraut

Þórunn og Sigurður sigruðu 2. bikarmót sumarsins í þríþraut

29 May 2022 15:42

Sprettþraut Sundfélags Hafnarfjarðar fór fram í dag við frábærar aðstæður.

Mótið var jafnframt 2. bikarmót sumarsins í þríþraut. Í þrautinni voru syntir 750m í Ásvallalaug, hjólaðir 20km upp og niður Krýsuvíkurveg og að lokum hlaupnir 5km í Ásvallahverfi. Þetta var jafnframt í 12. skiptið sem þessi þraut fer fram á sömu brautinni í Hafnarfirði. Í kvennaflokki sigraði Þórunn Margrét Gunnarsdóttir úr Sundfélaginu Ægi á tímanum 73 mínútur og 27 sekúndur. Sædís Björk Jónsdóttir, einnig úr Ægi, varð í 2. sæti á tímaum 74 mínútur og 9 sekúndur og Valerie Maier úr Sundfélagi Hafnarfjarðar varð 3. á tímanum 74 mínútur og 47 sekúndur. 

Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki en hann hafði nokkra yfirburði og kom í mark á tímanum 56 mínútur og 47 sekúndur. Stefán Karl Sævarsson, einnig úr Breiðablik, kom 2. í mark á tímanum 59 mínútur og 32 sekúndur og 3. var Geir Ómarsson úr Ægi á tímanum 63 mínútur og 45 sekúndur. Sundfélagið Ægir hafði nokkra yfirburði í stigakeppni félaga en næst á eftir þeim komu Breiðablik og Sundfélag Hafnarfjarðar. 


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 29. May 2022 kl: 17:35 af Hákon Hrafn Sigurðsson