Þríþrautarfólk ársins 2023

Þríþrautarfólk ársins 2023

10 November 2023 08:00

Uppskeruhátið ÞRÍ fór fram í gærkvöldi. Þar var keppnisárið gert upp,  veitt ýmis verðlaun fyrir árangur sumarins auk þess sem þríþrautarfólk ársins var útnefnt. 

Þórunn Margrét Gunnarsdóttir sagði svo frá þátttöku sinni á heimsmeistaramótinu í Ironman á Hawaii.

Þríþrautarfólk ársins 2023 eru Sara Árnadóttir úr Ægi og Sigurður Örn Ragnarsson úr Breiðabliki. Sara vann 4 af 6 bikarmótum sumarsins og varð jafnframt Íslandsmeistari í ofursprettþraut. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er valin þríþrautarkona ársins en Guðlaug Edda Hannesdóttir hafði verið valin þríþrautarkona ársins 6 ár í röð þar á undan.  Sigurður vann 5 af 6 bikarmótum sumarins og varð Íslandsmeistari í ofursprettþraut og ólympískri þríþraut. Hann keppti jafnframt á heimsmeistaramótinu í Ironman. Þetta er 6. árið í röð sem Sigurður er valinn þríþrautarmaður ársins hjá ÞRÍ. 

Nýliðar ársins voru valin Hildur Andrjesdóttir úr UFA og Frey Eduardo Alvarez González úr Ægi. Gísli Ásgeirsson fékk sérstaka viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins. Eftirfarandi fengu síðan verðlaun fyrir bikarkeppni sumarsins og Ægir vann stigakeppni félaga, Breiðablik varð í 2. sæti og SH í 3. sæti.

 

Kvennaflokkur
1. Sara Árnadóttir, Ægir 240
2. Ewa Przybyla, Breiðablik 156
3. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Ægir 140

Karlaflokkur
1. Sigurður Örn Ragnarsson, Breiðablik 250
2. Bjarni Jakob Gunnarsson, Breiðablik 202
3. Hákon Hrafn Sigurðsson, Breiðablik 156


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 10. November 2023 kl: 09:09 af Geir Ómarsson