Þríþrautarþing 2021

Þríþrautarþing 2021

27 February 2021 17:00

Fimmta þríþrautarþing Þríþrautarsambands Íslands

Dagskrá þingsins var hefðbundin samkvæmt lögum ÞRÍ.

Þingsetning.
Kosning þriggja manna í kjörbréfanefnd. Nefndin skal yfir fara kjörbréf og gera grein fyrir störfum sínum áður en 7. dagskrárliður hefst.
Kosning þingforseta.
Kosning þingritara.
Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga ÞRÍ.
Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.
Kosning kjörnefndar og skipað í starfsnefndir þingsins.
Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um félagagjöld og keppnisgjöld.
Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum fyrirvara.
Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar.
Nefndaálit og tillögur.
Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og framkomin mál.
Önnur mál.
Álit kjörnefndar.
Kosning stjórnar sbr. 9. gr.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
Kosning fulltrúa og varafulltrúa ÞRÍ á Íþróttaþing ÍSÍ árið sem Íþróttaþing fer fram, skv. lögum ÍSÍ.
Þingslit.

 


Kjörnir voru í aðalstjórn Ingi B. Poulsen og Jón Ágúst Gunnlaugsson til tveggja ára og Hákon Hrafn Sigurðsson til eins árs.
Kjörnar voru í varastjórn Brynhildur Georgsdóttir, Rún Friðriksdóttir og Sædís Jónsdóttir til eins árs.
Áfram situr í aðalstjórn Valerie Maier, forseti og Guðbjörg Jónsdóttir kjörnar til tveggja ára á fjórða þríþrautarþingi haldið 2020.
Fráfarandi úr stjórn eru Aðalsteinn Friðriksson og Helgi Sigurgeirsson úr aðalstjórn og Sigurjón Ólafsson úr varastjórn.

Á þinginu voru meðal annars teknar fyrir breytingar á afreksstefnu ÞRÍ sem þingið samþykkti. Breytingar má finna í viðauka A í uppfærðri afreksstefnu á heimasíðu sambandssins. 

 

Framboð til stjórnar á þinginu:

Brynhildur Georgsdóttir - Ægir - aðalstjórn til veggja ára eða varastjórn
Diðrik Stefánsson - Ægir - aðalstjórn til tveggja ára, aðalstjórn til eins árs eða varastjórn
Hákon Hrafn Sigurðsson - Breiðablik - aðalstjórn til eins árs
Ingi B. Poulsen - Ægir - aðalstjórn til tveggja ára eða varastjórn
Jón Ágúst Gunnlaugsson - Breiðablik - aðalstjórn til tveggja ára eða varastjórn
Leó Kristberg Einarsson - Breiðablik - varastjórn
Rún Friðriksdóttir - 3SH - varastjórn
Sædís Jónsdóttir - Ægir - varastjórn
 

Hákon Jónsson

Síðast breytt þann 28. February 2021 kl: 21:49 af Hákon Jónsson