Þríþrautarþing 2022

Þríþrautarþing 2022

26 January 2022 16:00

6. ársþing ÞRÍ verður haldið í Reykjavík 26. febrúar 2022

Kosið verður um eftirfarandi stöður í stjórn
Forseti til tveggja ára
Tveir í aðalstjórn til tveggja ára
Þrír í varastjórn til eins árs

UPPFÆRT: Framboð til stjórnarsetu skulu berast á netfang ÞRÍ fyrir 25. febrúar info@triathlon.is

Dagskrá þingsins er samkvæmt lögum ÞRÍ
 Dagskrá þríþrautarþings skal vera:  

     - Þingsetning.  
     
- Kosning þriggja manna í kjörbréfanefnd. Nefndin skal yfir fara kjörbréf og gera grein fyrir störfum sínum áður en 7. dagskrárliður hefst. 
     
- Kosning þingforseta.  
     
- Kosning þingritara.  
     
- Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.  
     
- Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga ÞRÍ.  
     
- Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins.  
     
- Kosning kjörnefndar og skipað í starfsnefndir þingsins.  
     
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum um félagagjöld og keppnisgjöld. 
     
- Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum fyrirvara. 
     
- Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnarinnar. 
     
- Nefndaálit og tillögur.  
     
- Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og framkomin mál. 
     
- Önnur mál.  
     
- Álit kjörnefndar.  
     
- Kosning stjórnar sbr. 9. gr.  
     
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.  
     
- Kosning fulltrúa og varafulltrúa ÞRÍ á Íþróttaþing ÍSÍ árið sem Íþróttaþing fer fram, skv. lögum ÍSÍ.  
     
- Þingslit.

 

Fjöldi þingfulltrúa 2022 er 12, 2 frá hverju aðildarfélagi eftirtalinna félaga:
   Breiðablik
   Fjölnir
   UMFN
   UFA
   Sundfélag Hafnarfjarðar
   Ægir


Hákon Jónsson

Síðast breytt þann 22. February 2022 kl: 10:53 af Hákon Jónsson