Þríþrautasamband Íslands (ÞRÍ) auglýsir laust til umsóknar hlutastarf (30%) verkefnastjóra

Þríþrautasamband Íslands (ÞRÍ) auglýsir laust til umsóknar hlutastarf (30%) verkefnastjóra

2 November 2022 00:00

Þríþrautasamband Íslands sér um öll málefni þríþrautar á Íslandi og er tengiliður þríþrautarfélaga við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ).

ÞRÍ er aðili að Europe Triathlon og World Triathlon.
Starfsheiti: Verkefnastjóri (hlutastarf 30%)
Næsti yfirmaður: Forseti ÞRÍ
 
Um starfið
 
Starfið felur í sér fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast starfsemi sambandsins, svo sem samskipti við ÍSÍ, Europe Triathlon og World Triathlon, sem og aðildarfélög og iðkendur þeirra. ÞRÍ er ungt sérsamband sem er í spennandi uppbyggingarfasa og hefur starfsmaðurinn möguleika á að taka þátt í að efla og þróa þríþraut á Íslandi. Starfið er enn í mótun og því getur nýr starfsmaður tekið þátt í að þróa starfið með hliðsjón af hæfni hans og reynslu. Starfsmaðurinn er með skrifstofuaðstöðu í hús ÍSÍ en boðið er upp á mikinn sveigjanleika í staðsetningu og vinnutíma.
 
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innlend og erlend samskipti, er tengiliður við aðildarfélög og meðlimi ÞRÍ
  • Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum ÞRÍ og þátttaka í markaðsstarfi
  • Heldur utan um tölulegar upplýsingar er varða starf ÞRÍ, svo sem fjölda þríþrautariðkenda, menntun þjálfara og menntun dómara
  • Vinna við umsóknir, skýrslur og kannanir sem tengjast starfsemi ÞRÍ
  • Skráning afreksmanna á erlend mót og aðstoðar við skipulagningu ferðalags
  • Fjölbreytt verkefni í tengslum við skipulag og framkvæmd móta
  • Þátttaka í stefnumótun og umsjón með einstökum verkefni á grundvelli stefnumótunar ÞRÍ
Hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að starfa innan íþróttahreyfingarinnar með fjölbreyttum hópi fólks
  • Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í starfi
  • Færni í samskiptum, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
Umsóknarfrestur: 30.11.2022
Hafa samband:
Senda umsóknina til: info@triathlon.is
Ef það eru spurningar um starfið má hringja í Valerie forseti ÞRÍ: simi 8688323

Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 2. November 2022 kl: 12:00 af Hákon Hrafn Sigurðsson