Tímamælingahelgi í mars 2023

Tímamælingahelgi í mars 2023

1 December 2022 12:00

Þríþrautasambandið tilkynnir með ánægju að haldin verður tímamælingahelgi í mars á næsta ári.

Þar gefst iðkendum tækifæri á því að setja sér persónuleg markmið, keppa við sína jafningja og/eða reyna að ná lágmarkstímum fyrir afreksstefnu ÞRÍ. Það verða tímamælingar í 3km hlaupi sem og í 400m sundi. Hlaupið verður haldið í Laugardalshöllinni þann 25. mars næstkomandi og sundið í Ásvallalaug (25m laug) þann 26. mars. Við hlökkum mikið til að halda þessa fyrstu tímamælingahelgi og hvetjum ykkur eindregið að taka helgina frá, setja ykkur persónuleg markmið til að stefna að og hitta okkur eldhress í mars á næsta ári! Nú er undirbúningstímabilið að fara á fullt og því um að gera að byrja að æfa af krafti og stefna á bætingar þessa helgina..


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 13. March 2023 kl: 10:04 af Geir Ómarsson