21 February 2024 14:23
Búið að opna fyrir skráningu tímamælingahelgi Þríþrautasambands Íslands (ÞRÍ).
Ekki missa af frábæru tækifæri til að tékka á stöðunni fyrir sumarið og fá mælda tíma í 3km hlaupi við bestu aðstæður inni á braut og í 400 metra sundi í 25m laug eða reyna við lágmarkstíma úr afreksstefnu ÞRÍ .
Dagskrá:
23.mars
Staður: Frjálsíþróttahöllin Laugardal
Mæting: 08:45 upphitun
Tímataka hefst: 09:00
Staður: Frjálsíþróttahöllin Laugardal
Mæting: 08:45 upphitun
Tímataka hefst: 09:00
24.mars
Staður: Ásvallalaug Hafnarfirði
Mæting: 14:00 og upphitun
Tímataka hefst: 14:20
Staður: Ásvallalaug Hafnarfirði
Mæting: 14:00 og upphitun
Tímataka hefst: 14:20
Þátttökugjald er 3000. kr. En skráningu lýkur kl 12:00 á hádegi miðvikudaginn 20 mars.
Sjáumst spræk .
Athugið að hægt er að óska sérstaklega eftir að fá að reyna við lágmarkstíma afreksstefnu ÞRÍ í 5 km hlaupi og 750 metra sundi með því að taka það fram í athugasemdum í skráningarforminu hér að neðan
Geir Ómarsson
Síðast breytt þann 18. March 2024 kl: 09:08 af Geir Ómarsson