Tímatökuflögur - Nýtt fyrirkomulag í sumar

Tímatökuflögur - Nýtt fyrirkomulag í sumar

25 March 2025 10:52

Í sumar verður það fyrirkomulag haft á í þríþrautarkeppnum að keppendur þurfa að leigja tímatökuflögur sjálfir. Afhending á flögum verður eftir sem áður á keppnisstað að morgni keppnisdags. Svipað fyrirkomulag var í nokkrum keppnum í fyrra. 

Þrjár leiðir verða í boði. Eignaflaga, sumarleiga og leiga fyrir stakt mót. Hver velur hvað hentar út frá því hversu mörgum keppnum ætlunin er að taka þátt í. Hægt verður að leigja eða kaupa flögur inni á netskraning.is/flogur

og verður mótunum bætt þar inn þegar skráningar opnar.

Athugið að það er einnig hægt að nota leiguflögur í hjólreiðakeppnum t.d. ef að viðkomandi tekur sumarleigu eða eignaflögu.


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 25. March 2025 kl: 10:53 af Geir Ómarsson