Tveir þjálfarar frá Íslandi á level 2 námskeiði hjá ITU

Tveir þjálfarar frá Íslandi á level 2 námskeiði hjá ITU

22 October 2018 10:00

Í fyrra fóru fjórir einstaklingar frá Íslandi á þjálfaranámskeið hjá Alþjóða þríþrautarsambandinu (ITU) en það var fyrsta skrefið í að auka þjálfaramenntun í þríþraut hérlendis.

Núna ári síðar fóru tveir af þessum þjálfurum á framhaldsnámskeið í þessari þjálfaramenntun en það voru Hákon Hrafn frá Breiðablik og Gylfi Örn frá SH. Verklegi hluti námskeiðsins fór fram í Pula í Króatíu þar sem þessi mynd var tekin með þjálfrunum sem voru alveg frábærir og með gríðarlega mikla reynslu og þekkingu. Þjálfararnir voru (frá vinstri) Miloš Petelin, Emma Brunning og Sergio Santos.


Hákon Hrafn Sigurðsson