Uppskeruhátíð ÞRÍ

Uppskeruhátíð ÞRÍ

13 November 2021 22:43

Uppskeruhátíð Þríþrautarsambands Íslands var haldin í kvöld, laugardaginn 13. nóvember í Iðnó við tjörnina í Reykjavík.

Uppskeruhátíð Þríþrautarsambands Íslands var haldin í kvöld, laugardaginn 13. nóvember í Iðnó við tjörnina í Reykjavík. Það var fámennt eins og von var á í takmörkunum og vonskuveðri. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari átti góða innkomu með fyrirlestri um jákvæð samskipti og Sonja Símonardóttir, þríþrautarkona úr Ægi sagði frá áhugaverðum raunum sínum og reynslu úr þríþraut.
Samkvæmt venju var þríþrautarsumarið gert upp og veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir afrek, þátttöku og störf á tímabilinu. Sérstakar þakkir fékk Margrét J. Magnúsdóttir fyrir störf sín sem dómari í sumar og má segja að án hennar hefði orðið lítið úr keppnum sumarsins. Þrátt fyrir covid og veður tókst að halda fimm bikarkeppnir í sumar með ágætis þátttöku. Það var sérstaklega ánægjulegt að fá inn tvö ný lið í þríþrautina í ár, en það eru UFA fyrir norðan þar sem haldin var Ólympísk þríþraut og síðan Fjölnir í Reykjavík og bjóðum við þau hjartanlega velkomin. Stjórn ÞRÍ þakkar kærlega fyrir sig og við hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar.

Verðlaun og viðurkenningar:

Bikarkeppni ÞRÍ:

Bikarmeistarir kvenna - Hrafnhildur Georgsdóttir - Breiðablik
2. sæti - Ewa Przybyla - Breiðablik
3. sæti - Helen Ólafsdóttir - Ægir

Bikarmeistari karla - Sigurður Örn Ragnarsson - Breiðablik
2. sæti - Hákon Hrafn Sigurðsson - Breiðablik
3. sæti - Stefán Karl Sævarsson

Stigahæsta félag: Breiðablik

Þríþrautarfólk ársins:
Guðlaug Edda Hannesdóttir - Breiðablik
Sigurður Örn Ragnarsson - Breiðablik

Nýliðar ársins:
Sigurlaug Helgadóttir - Ægir
Patrik Viggó Vilbergsson - Breiðablik

 

Þríþrautarfólk ársins

Stigahæsta félag

Bikarmeistarar kvenna

Bikarmeistarar karla

Nýliði kvenna

 

Nýliði karla


Hákon Jónsson

Síðast breytt þann 13. November 2021 kl: 23:02 af Hákon Jónsson