Uppskeruhátið ÞRÍ 2024

Uppskeruhátið ÞRÍ 2024

15 November 2024 11:30

Uppskeruhátíð Þríþrautasambands Íslands fór fram í húsakynnum ÍSÍ í gærkvöldi.

Þar var keppnisárið gert upp,  veitt verðlaun fyrir árangur sumarins auk þess sem þríþrautarfólk ársins var verðlaunað. Ólympíufarinn Guðlaug Edda Hannesdóttir hélt skemmtilega kynningu um leiðina á Ólympíuleikana sem var ansi viðburðarrík og skrautleg. 

Þríþrautarfólk ársins árið 2024 eru Sigurður Örn Ragnarsson og Guðlaug Edda Hannesdóttir en þau keppa bæði fyrir hönd Breiðabliks. Sigurður sigraði örugglega í öllum þeim mótum sem hann keppti í á árinu og varð einnig Íslandsmeistari í Ólympískri þríþraut. Guðlaug átti viðburðaríkt keppnisár þar sem hún keppti út um allan heim sem lauk með því að hún varð fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Í aðdraganada leika komst Guðlaug á verðlaunapall í þremur mótum og sigraði á South-Asia Continental Cup í Pokahara í Nepal. Þetta er í sjöunda skiptið sem bæði Guðlaug og Sigurður hljóta nafnbótina þríþrautarfólk ársins.

Nýliðar ársins voru valin Bjarkey Jónasdóttir og Stefán Þór Ólafsson bæði úr Ægi. Bjarkey keppti í öllum mótum ársins á Íslandi og var nálægt verðlaunapalli í þeim öllum. Stefán keppt í 4 mótum á Íslandi og var efstur nýliða í bikarkeppninni. Að auki keppti Stefán í hálfum járnmanni í Erkner í Þýskalandi og náði þar frábærum tíma í sinni fyrstu keppi erlendis, 4 klukkutímar 46 mínútur og 47 sekúndur.

Stjórn ÞRÍ samþykkti svo einróma að velja Stefanie og Torben Gregersen sem sjálfboðaliða ársins. Steffi og Torben hafa lengi verið viðloðandi þríþrautina á Íslandi bæði sem keppendur, dómarar og sjálfboðaliðar. Steffi og Torben hafa haldið þríþraut fyrir börn og unglinga á hverju ári frá árinu 2017. Í ár tóku 80 krakkar þátt í þrautinni þar af voru 50 krakkar undir 10 ára aldri og yngsti þátttakandinn var aðeins fjögurra ára.

Stjórn ÞRÍ vill þakka Steffi og Torben fyrir sitt óeigngjarna starf til margra ára. 

Kristín Laufey Steinadóttir sigraði í bikarkeppni kvenna en hún sigraði í þremur af fimm mótum ársins þ.m.t. að verða Íslandsmeistari í ólympískri þríþraut. Sigurður Örn varð sigraði bikarkeppni karla örugglega með því að sigra 4. keppnir eins og áður segir. Í stigakeppni félaga sigraði Ægir með nokkrum yfirburðum.


Kvennaflokkur:
1. Kristín Laufey Steinadóttir, Ægi 190 stig
2. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Ægi 138 stig
3. Bjarkey Jónasdóttir og Sædís Björk Jónsdóttir báður úr Ægi jafnar með 122 stig

Karlaflokkur:
1. Sigurður Örn Ragnarsson, Breiðablik 200 stig
2. Geir Ómarsson, Ægi 130 stig
3. Stefán Karl Sævarsson Breiðablik og Finnur Björnsson Ægi jafnir með 120 stig

Stigakeppni félaga:
1. Ægir 2734 stig
2. Breiðablik 1123 stig
3. Sundfélag Hafnarfjarðar 385 stig.

 


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 15. November 2024 kl: 12:07 af Geir Ómarsson