Þríþrautardagur unglinga apríl 2023

Þríþrautardagur unglinga apríl 2023

29 March 2023 12:00

Sunnudaginn 23. apríl 2023 mun Þríþrautarsamband Íslands bjóða upp kynningardag á þríþraut fyrir unglinga á aldrinum 13 til 19 ára (árgangar 2004 til 2010). 

Þríþraut er fjölbreytt og skemmtileg íþrótt sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.

Tilgangur þríþrautardagsins er að kynna þríþraut og greinarnar þrjár, sund, hjól og hlaup fyrir þátttakendum með skemmtilegum og fjölbreyttu æfingum við allra hæfi. Allir eru velkomnir óháð fyrri reynslu og getu í greinunum þremur.

Auk þríþrautaæfinga þá mun vera lögð áhersla á félagslíf og tengslamyndun á meðal þátttakenda.

Ragnar Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Þriþrautarsambandi Íslands mun skipuleggja daginn með skemmtilegum æfingum ásamt unglingaþjálfurum frá þríþrautarfélögum. 

Þjálfuninni verður skipt niður í hópa eftir aldri og getu hvers og eins í hverri grein fyrir sig.

Skráning
Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: https://triathlon.is/thrithrautardagur_unglinga_2023
 

 


Geir Ómarsson

Síðast breytt þann 24. May 2023 kl: 23:37 af Geir Ómarsson