Hópferð á Evrópuleikana í Munchen

Hópferð á Evrópuleikana í Munchen

18 May 2022 15:00

Þríþrautarsamband Íslands mun standa fyrir hópferð á Evrópuleikana sem fara fram í München dagana 11. - 21. ágúst.

Á leikunum verður keppt í 9 íþróttagreinum og er þríþraut ein þeirra. Guðlaug Edda mun keppa í elite keppni kvenna 12. ágúst og keppni í aldursflokkum fer fram 14. ágúst. (https://www.munich2022.com/en/triathlon-age-group). Keppnin endar í Ólympíugarðinum og þar má búast við gríðarlega góðri stemningu eins og er alltaf í þríþrautarkeppnum í Þýskalandi. Keppt verður í sprettþraut (750m sund, 22km hjól og 5km hlaup). Þetta verður því ekki venjuleg keppnisferð sem íslenskt þríþrautarfólk er vant að taka þátt í þar sem keppt er í heilum eða hálfum járnmanni heldur má búast við mun afslappaðra andrúmslofti og skemmtun alla dagana. 

Aðeins landssambönd geta skráð keppendur á viðburðinn og því þurfa þau sem hafa áhuga að forskrá sig hér - https://www.surveymonkey.com/r/9H83JLH
Lokadagur til að skrá sig er 31. maí og til að geta skráð sig þarf að taka þátt í sprettþrautinni í Hafnarfirði þann 29. maí en hægt að sækja um undanþágu ef einhver kemst ekki í þá keppni. Sædís Björk Jónsdóttir verður liðsstjóri og fyrsta upplýsingablaðið fyrir áhugasamt þríþrautarfólk er hér í tengli.
og nánari upplýsingar um keppnisdagskrá eru hér https://www.triathlon.org/uploads/events/220424_EC_Munich_2022_Age_Group_Announcement.pdf

ps keppt verður í nýjum landsliðsgalla (þeim sem kynntur er hér í fyrra - https://triathlon.is/frettir/nyr-landslidsgalli
 


Hákon Hrafn Sigurðsson

Síðast breytt þann 19. May 2022 kl: 14:00 af Hákon Hrafn Sigurðsson