Góður endir á keppnistímabilinu hjá Fannari

Góður endir á keppnistímabilinu hjá Fannari

30 september 2018 19:00

Í dag fór fram sprettþraut í Risør í Noregi. Keppnin var jafnframt 8. stigamót sumarsins í unglingaflokki (17-19 ára) í Noregi (NorgesCup jr.).

Fannar Þór Heiðuson stóð sig frábærlega í keppninni, vann sinn flokk og endaði 4. af öllum í keppninni í dag. Tími hans var 60:31. Hann endaði jafnframt í 3. sæti í stigakeppninni og er svo sannarlega búinn að stimpla sig inn sem einn efnilegasti þríþrautardrengurinn í Noregi en hann á eitt ár eftir í þessum flokki. - Nánari úrslit eru hér https://events.racetracker.no/2018/risorfestuke/results/#1_31B1A0


Hákon Hrafn Sigurðsson